30.6.00
minimalism Eftir póst frá Geir, Finnboga og Ágústi hef ég ákveðið að gefa mig minimalismanum á hönd. Vesgú.
12:15// sigga |
#
28.6.00
takk fyrir viðbrögðin :(Þar sem einn svaraði bón minni í gær, Ágúst: "Okey, fyrst og fremst bendi ég á að Nettskeipinn er betri en IE þegar að síðunni þinni kemur. Hvers vegna, jú - vegna þess að það er erfitt að lesa textann, vegna litarins, en í Netscape er textinn svartur, mun þægilegra. En þetta er spurning um útlit vs. innihald (skot!) og linkaliturinn pirrar mig líka (hvítur). En fyrir utan litina er síðan cool. En einsog ég segi, fyrir augun: dekkja litina eða lýsa bakgrunninn - gæti verið að það sé vegna þess að skjárinn minn er aðeins öðruvísi en Super-VGA í 17" breiðtjaldi." hef ég ákveðið að halda mig við þetta útlit. Það er ekki við mig að sakast þó svo að Netscape notendur sjái hana e-ð fucked up eða letrið verði ólæsilegt í litlum skjám (þá stækkarðu bara letrið í browsernum???). Annars var mér líka bent á það af sama aðila að fara að blogga af viti. Hvernig ég á að taka þessu veit ekki. OK, ég er ekki með fréttir af jarðskjálftanum á 5 sekúndna fresti og er síðan að metast við þann næsta hver hafi nú verið fyrstur! (nota þennan tíma til að sofa) né heldur einbeiti ég mér að hita málum í þjóðfélaginu. Það sem er hér til umfjöllunar er bara mitt lítilfjörlega líf og það sem liggur mér helst á hjarta þá og þegar. Þetta er eingöngu gert mér til ánægju og yndisauka, ég held því ekki fram að ég geti breytt heiminum með röfli mínu. Þannig að þangað til blogger.com setur einhver skilyrði um háfleygt plan á bloggsíður þá held ég mig bara við innantómt babl um líf mitt á hnettinum. Það er að minnsta kosti auðmelt :)
13:56// sigga |
#
26.6.00
nýtt útlit :) Hvernig líst ykkur svo á nýja útlitið? ég er bara ansi ánægð. Það eina sem er að angra mig er þessi helv...auglýsing frá tripod! En það verður vonandi breyting á þegar við Gústus splæsum á okkur e-u dómeini! Það væri voða næs að fá smá feedback varðandi nýja lookið og hvort sé betra, þetta eða gamla?
14:08// sigga |
#
22.6.00
vonbrigði Varð einhver jarðskjálfti í nótt? Ef svo var þá hef ég algjörlega sofið hann af mér. Ég eyddi einmitt hluta af gærkveldinu í að taka allt brothætt neðan úr hillum og gluggum og festa hluti sem gætu dottið! Mér leið þar af leiðandi eins og hálfvita þegar svo enginn skjálfti kom! Samt, better safe than sorry!
12:35// sigga |
#
21.6.00
allt á reiðiskjálfi..Ég ætla ekkert að vera með neinar útlistingar á þessum skjálfta í nótt annað en að ég varð bara skíthrædd! Það er ekkert gaman að vera niður í kjallara, heyra rosalegar drunur og síðan byrjar allt að hristast! Seinast var ég úti undir berum Hilm..himni og hélt í alvörunni að þetta væri ekki jarðskjálfti! Nóg um þetta. Ég fór í eróbikk áðan (ætlaði að fara til að hreyfa mig en svo kom í ljós að það var misskilningur) og ég sjaldan séð jafn mikið samansafn af kellíngum! Við vorum tvær undir 55 árunum! Kennarinn eyddi heilum klukkutíma í að tala!!!!
20:59// sigga |
#
19.6.00
Hvað segja bændur þá?Á Garfield afmæli í dag? Bara eitthvað of undarlegt...Ég rakst líka á þetta hérna fyrir þá handlögnu... Merkilegt hvað maður finnur þegar maður leitar.
13:44// sigga |
#
18.6.00
hæ hó jibbí jey...Það rignir eins og fyrri daginn hérna heima á klakanum (merkilegt hvað maður finnur sig knúinn til að tala um veðrið?)og allir heimilismeðlimir hafa yfirgefið mig, fóru til Hveragerðis í blómarúnt. Ég sest því bara við tölvuna mína og blogga (er samt búin að vera öfga dugleg við að taka til og svoleiðis). Í gær var seytjándi júní. Ég fór niður í bæ eins og hver annar dugandi Íslendingur og kíkti á hátíðahöldin.Mér tókst að fá blöðrur á lappirnar þannig að það tók mig ca. þrjú korter að labba heima (ég bý á Miklubrautinni og venjulega labba ég þetta á 20 mínútum).Síðan fékk ég ekki einu sinni almenninga sautjánda júní blörðu! Sumsé: ónýtur Seytjándi). Nei,nei ég segi nú bara svona. Um kvöldið kíkti ég síðan í partý til hennar Kollu í bekknum mínum og var það alveg ágætis skemmtun nema þegar við komum síðan niður í bæ voru allir farnir sem voru eldri en 13 ára og yngri en 40 ára kallar! Ég er mjög slappur djammari held ég. Ég var komin heim um tvöleytið. Ég held bara áfram að vera lélegur djammari og reyni frekar að vera betri Gettubetur-nörd. Líst vel á það! Ber þetta vott um heilbrigt hugarástand? Euro 2000  Ég held með Portúgölum en Tékkar áttu samt alveg vel skilið að komast áfram (ég hélt með þeim þangað til mér var sagt að þeir væru sama sem dottnir út).Hér með lýkur umfjöllun minni um evró tvöþúsund.
15:59// sigga |
#
16.6.00
Smá leiðréttingEf ske kynni að hann Óli Njáll vafraði hingað þá þori ég ekki öðru en að leiðrétta eina stafsetningarvillu, Kalamaki er víst skrifað með k-ái. Annnars er tilveran undarleg, ég byrjaði að vinna í gær og vegna slakrar tölvudeildar las ég Moggann á launum frá átta til hálf-fjögur. Merkilegt hvað hann verður leiðinlegur í 10.skiptið! Allavega, ég er byrjuð að vinna. Ef þið hringið í Íslandspóst og biðjið um hagdeild, þá getið þið fengið samband við mig! En annars er ekki gaman að vera í sumarafleysingum, maður veit ekkert fyrstu dagana og þarf stanslaust að vera að biðja um hjálp við hitt og þetta."á þetta að vera svona, er þetta í lagi????" Síðan hringir saklaust fólk og lendir í því að tala við sumarafleysingafólk og þar af leiðandi tekur allt helmingi lengri tíma.
12:20// sigga |
#
14.6.00
green green grass of home... Þá er ég loksins komin heim. Búin að kveðja Kphth og sælulífið þar! (Jibbí, ég get notað íslenska stafi alveg ville væk!) Ferðasagan er nú ekki merkileg. Ég var á hótelinu Ikaros á Kalamagi ströndinni, rétt hjá bænum Hania, Chania, Kania eða Xania (rithátturinn virtist vera mjög á reiki þarna úti) og meirihluti dvalarinnar fór í að kanna þann bæ. Ég mæli hiklaust með þessum stað. Það er ódýrt að vera þarna og skemmtilegt. Það vantar að vísu tívolí og slíkt en það er nóg af einhverju öðru. Það eina sem er ábótavant er matarmenningin. Það er einfaldlega óætt í 95% tilvikum. Ég fór út að borða á hverju kvöldi í tvær vikur og fann aðeins 2 góða matsölustaði. NB þarna er hvorki McDonald's, BurgerKing né PizzaHut (að vísu í Ira/Heraklion) þannig að ég mæli bara með local-réttum eins og souvlaki, tsatsiki, moussaka o.fl. Þeir eru ekkert alltof klárir í t.d. hamborgurum og pítsum. Mér finnst eiginlega hálf leiðinlegt að það hafi ekkert markvert gerst í ferðinni. Svona hápunktur ferðasögunnar er sagan af manni með ellefu putta! Einn ferðafélagi okkar er að vinna með honum og sagði okkur frá honum eitt kvöldið. Þannig er mál með vexti að þessi maður er frá Vietnam, er með sex putta á annarri hendinni og talar varla stakt orð í íslensku. Hann heitir Daði og það eina sem hann getur sagt er: "Daði súkkulaði" Þetta er high-light ferðarinnar so to speak. Síðan er bara venjulegt túristadót eins og að kíkja á Akropolis og Knossos, fara í sundlaugagarð o.s.frv. Allt eitthvað sem allir vita hvernig er og enginn nennir að lesa um hér! Nú verður bara ekkert bloggað um Krít meira og hananú!
12:49// sigga |
#
10.6.00
Kusugledi! Sidasta bloggid mitt fra paradisinni Krit. Er ad fara heim ekki a morgun heldur hinn og er ekki satt vid tad. Vil miklu frekar vera her lengur i solbadi og lystisemdum (er ad reyna ad nota ord tar sem fair ser-islenskir stafir koma fram!). Mer var ad askotnast algjor dyrgripur! Mer er aneagja ad tilkynna ad kyrin Huppa er nu i eigu minni. Sigridur er nu opinberlega ordin kuabondakona. Hvernig hun mjolkar, tad a alveg eftir ad koma i ljos! En eg se ykkur elskurnar a tridjudag, solbrun og saet ad vanda. Yamas!
18:02// sigga |
#
5.6.00
Kritarferd! Hae Hae allir saman! langadi bara svona ad segja hae fra Krit eda Krhth eins og heimamenn kalla hana! Mer hefur ekki enn tekist ad nota grisku stafina a tessu lyklabordi en eg aetladi ad hafa e-a griska fyrirsogn! Her er yndislegt, hreint ut sagt magnad. Nuna verd eg ad tjota, er ad fara i karaoki a Dolfin hoteliid! baejo!
22:10// sigga |
#
|