27.7.00
pínupistill um getnaðarvarnirBara mín skoðun á pillupistrli Péturs: Þ.e. vissulega gott mál að loksins sé komin öruggari getnaðarvörn fyrir karla heldur en gamli góði smokkurinn. En varðandi tortryggni Péturs út í kvenþjóðina, það að konur geti "gleymt" að taka pilluna [mitt innskot (tvírætt?):eða stungið gat á hettuna t.d.] og þar af leiðandi orðið óléttar, finnst mér nú eiginlega full djúpt í árinni tekið. Þær konur í föstu sambandi sem myndu láta sér detta svona vitleysu í hug eru, að ég held, teljandi á fingrum annarar handar og væntanlega mjög örvinglaðar, langflestar venjulegar konur myndu ræða málin fyrst og láta þá ósk sína um börn í ljós oftar en einu sinni og væntanlega láta manninn róa ef hann vildi ekki börn.En hvað eru þeir margir karlmennirnir sem hafa lent í því að getnaðarvörnin hefur bilað, konan orðið ólétt og þeir stungið af? Ég þekki allavega mýmörg dæmi þess. En aftur að getnaðarvörnum: Sannleikurinn er sá að þessi patent pilla er einfaldlega ekkert patent. Ég myndi ekki óska neinum þess að þurfa að taka þetta. Ég hef sjálf reynslu af tveim tegundum og það ekki sérlega góða. Öll líkamsstarfssemi fer í fokk og þá sérstaklega tilfinningalífið. Ég einfaldlega gjörbreytti um karakter fyrstu mánuðina á annari tegundinni. Síðan skipti ég um tegund og þó svo að hún sé örlítið mildari þá kysi ég miklu frekar að sleppa þessu öllu saman. En þar sem ég vil lifa kynlífi án þess að verða ólétt þá nota ég pilluna því hún er öruggust bæði hvað varðar óléttu og ófrjósemi síðar meir. Margir karlar kvarta yfir því að smokkurinn sé óþægilegur (allavega þeir sem ég þekki) og þeir finni varla fyrir neinu með hann á sér. Þessi "óþægindi" vara þó stutt, aftur á móti hefur pillan áhrif á þig 24 tíma á sólarhring non-stop. Bara soldið til að hugsa um.
10:23// sigga |
#
hámenning vs. lágmenningÍ sambandi við umræðuna um hvort að Sinfóníuhljómsveitin eigi rétt á sér (sem að mér finnst reyndar alveg út í hött að ræða) þá komu bókasöfnin upp í huga mér. Ríkisstyrkt, aðeins örlítill hluti þjóðarinnar nýtir sér þjónustu þeirra, einu tekjurnar eru af bókasafnskortum sem ekki kosta mikið og af dagsektum (held það sé króna á dag...). Aftur á móti er kostnaðurinn mikill miðað við tekjur, bókakaup, borga starfsfólki laun, viðhald á búnaði og tækjum og húsnæði. Eigum við að leggja þau niður líka vegna þess að svo lítill hluti þjóðarinnar nýtir sér bókasöfn og hann mun minnka með tímanum einfaldlega vegna þess að fólk les sífellt færri og færri bækur. Ég þekki ekki marga jafnaldra mína sem hafa gaman af lestri og hvað þá að þeir nenni að sleppa hendinni af fjarstýringunni eða lyklaborðinu til þess að staulast út á bókasafn að taka sér bók. Ég held að ef við létum markaðinn algerlega ráða þá fengjum við það í fésið á okkur seinna að Íslendingar væru orðnir eins og Bandaríkjamenn (alla vega eins og ég sé þá). Menningin á mjög lágu plani (fleiri þekkja Britney Spears og Michael Jackson heldur en t.d. D.H. Lawrence og Abe Lincoln) og "quality time" orðið að kvöldi fyrir framan Jerry Springer með bjórdós og hamborgara. OK, þ.e. svosum ekkert að einu og einu svona kvöldi en maður verður að kynnast fleiru í lífinu. Og þó svo að það sé hægt að kaupa sér Naxos geisladisk með langflestum verkum þekktra tónskálda, þá er staðreyndin sú að nothing beats the real thing!
09:11// sigga |
#
26.7.00
Til hamingju með afmælið Brynjar
00:24// sigga |
#
25.7.00
Potterific!Ég ákvað um helgina að komast að því af hverju hálf heimsbyggðin er að tapa sér yfir Harry Potter. Ég byrjaði á fyrstu bókinni, The sorcerer's stone seinni partinn á sunnudag og kláraði hana í hádeginu á mánudag (OK, hefði átt að vera að vinna...) og byrjaði síðan í gær á seinni bókinni, The chamber of secrets eða Leyndarmálaklefinn (þýðing: Sigríður Reynisdóttir) og abracadabra...ég er gjörsamlega háð þessum bókum! Ég er búin með þrjá fjórðu af þeirri seinni og get ekki beðið eftir því að systir mín (hún er 28 ára!) klári þriðju bókina svo ég geti fengið hana lánaða. Ó boj er ég að fara í bókabúð í vikunni og ná mér í fjórðu bókina sem er algjör doðrantur, rúmar 700 bls! Ég mæli hiklaust með þeim fyrir alla, konur og kalla o.s.frv. Ég sem dæmi, fílaði (og geri enn) Narníu-bækurnar og sjónvarpsþættina ásamt Star wars og Bangsa bestaskinn en systir mín aftur á móti sökkti sér í hámenninguna og las bækur eftir höfunda eins og Isabel Allende (sem reyndar rúlar!) og einhverja danska dúdda. Síðan fann ég þessa líka flottu heimasíðu (sérstaklega flottar fannst mér stjörnurnar sem elta cursorinn!) þar sem m.a. er hægt að senda uglupóst!
16:12// sigga |
#
19.7.00
pretty in pink Ég bara varð, þetta mod-look var alveg að fara með mig! Textinn er nú samt áfram svartur. Hér er mitt innlegg í umræðuna um íslenska þáttargerð: Fastir liðir eins og venjulega...pjúra snilld! They don't make'em like they used to! Þetta eru að mínu mati frábærustu þættir í Íslandssögunni. Þar var hlutverkum kynjanna snúið við, karlarnir voru heima með börnin á meðan konurnar voru fyrirvinnurnar. Þið sem munið eftir þessum þáttum hljótið að vera sammála mér. Dóri, Indi og Sjonni eru alveg frábærir karakterar og ég væri alveg til í að fá smá framhald. Síðan eru það Radíusbræður! Ég var alltaf meira fyrir þá heldur en Fóstbræður, náði aldrei húmornum hjá FB. Limbó og stuttu þættirnir í Dagsljósi (upp með sætar , niður með ljótar...) voru yndislegir. Ég sakna Radíusbræðra.
12:19// sigga |
#
18.7.00
elíta?Í sambandi við greinina sem Björgvin benti á varðandi offramboð á þessum svokölluðu blogg síðum þá langaði mig bara aðeins að nefna nokkra hluti. Greinarhöfundur talar um að vissulega séu nokkrar síður sem séu að gera góða hluti og þar sé metnaður fyrir hlutum eins og innihaldi og hönnun. Hinar aftur á móti séu aðeins til þess að röfla um lítilsverða hluti eins og hvað hinir bloggararnir séu að segja eða að einhver hafi sett link á e-n annan hjá sér. Þetta eru góð og gild rök en hver ætlar að taka að sér það hlutverk að ákvarða hverjir mega og hverjir mega ekki vera með bloggsíðu? Greinarhöfundi finnst einmitt mjög lítið til blogger.com koma og finnst þeir hafa auðveldað "idjotunum" að koma sér upp síðu. Þetta er soldið eins og að banna fólki að ferðast til staða sem landkönnuðir fyrri alda uppgötvuðu. "Nei kallinn minn, Leifur er búinn að finna Ameríku, þú ferð ekkert þangað! Þú verður að gjöra svo vel að finna eitthvað nýtt!" Við litla fólkið höfum komið okkur upp bloggsíðu og þrátt fyrir að við höfum ekki verið há í loftinu þegar Netið var að byrja og gátum ekki verið með þá, erum við að byrja núna.Svona bara til þess að standa undir nafni: Ég fór í leikfimi í gær. Jibbí, Finnbogi er búinn að linka á mig! ( ósvífni? Kannski en það er gaman)
08:55// sigga |
#
13.7.00
enskt vinnuafl? Ég veit ekki nákvæmlega hverjir það eru sem eru að mála þessar nýju hámarks-hraða merkingar á malbikið en þeir sem máluðu í Eskihlíðinni hljóta eiginlega að vera breskir. Það stendur 30 á götunni þegar þú kemur út úr hringtorginu v/Hlíðarskóla en vandamálið er að fyrir þá sem beygja inn í þessa götu sjá OE í stað 30 beint framundan, aftur á móti þeir sem keyra á hinum vegarhelmingnum ( á leiðinni í hringtorgið) sjá 30 skýrt og greinilega!
09:47// sigga |
#
of lítill svefnGóðan og blessaðan daginn. Ég var að mæta í vinnuna eftir að hafa sofið 4 tíma. Ég eyddi mikilvægum svefntíma í að peppa upp heimasíðu SÍNE. Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta vera með smekklausari síðum vorra tíma. Núna er samt spurningin sú, hvað ég á að fá mér í morgunmat, þar eð ég svaf yfir mig og varð að hlaupa út í strætó til þess að komast í vinnuna á réttum tíma. NB. klukkan var ekki nema hálf-átta þegar ég vaknaði, ég þjáist af fráhvarfseinkennum miðbæjarins. Er nefnilega bara búin að dvelja í Breiðholtinu síðan á mánudag. Ég verð kannski búin að jafna mig í næstu viku en ég er svona "house-sitter" fyrir fólk sem er að sólbaða sig á Mallorca í tvær vikur. Ég sakna þess að geta stokkið upp í bílinn og keyrt á allflesta staði á tíu mínútum - korteri. Ég held ég kaupi mér ekki íbúð í Breiðholtinu né Grafarvogi. Nú held ég að ég láti þetta nægja, ég á orðið erfitt með að halda augunum opnum.
09:29// sigga |
#
3.7.00
BÖGG!Hvernig getur Búnaðarbankinn á Bíldudal leyft sér að opna ekki fyrr en klukkan hálf-eitt eftir hádegi? Bara svona aðeins að pústa. Hvernig var svo Kristnitökuhátíðin? (mér finndist húmor í því ef slóðin væri t.d. christ.is eða jesuslovesiceland.com/is)Ég get með stolti sagt að ég fór ekki, lá í sólbaði alla helgina, fékk mér ís, kíkti í IKEA og grillaði meðal annars. Svona í tilefni þess að ég hef verið ótrúlega aktíf í því að heimsækja hinar ýmsu vídeóleigur undanfarið þá ætla ég að vera með eitt lítið vídeóhorn í dag: Vídjóhorn Siggu:What happened to Harold Smith? Þessi mynd er algjör snigld! Hulstrið er með mynd af eldgömlum kalli í John-Travolta-stellingu (þið vitið, með vísifingurinn upp í loft og hina höndina á mjöðm) og dískóljós í kring. Þetta er ekta bresk-dellumynd og verður enginn svikinn af þessari mynd! K-911 Þetta er eins er framhald myndarinnar K-9 (meistaraverk!) Hugljúf spennu/vellumynd með þessari klassísku tvennu, hundur og maður. Er alveg jafn góf og fyrri myndin, þarna eru James Belushi(maðurinn) og Jerry Lee (hundurinn) orðnir miðaldra og geðsjúkur rithöfundur hefur einsett sér að koma þeim fyrir kattar(hunda?)nef! Þetta myndir vera svona miðvikudagsmynd, ekki beint föst-eða laugardags.
12:02// sigga |
#
|