31.8.00
¡ Hola chicos y chica ! Ég hef nú hafið spænskunám við Verzlunarskóla Íslands í svokallaðri spænsku 2 eða Idjóta-spænska. Þið vitið, hvernig á að panta mat, panta leigubíl o.s.frv. o.s.frv. Við höfum verið að læra hvernig á að segja nafnið sitt og stafa það og svoleiðis. Síðan er svona trix í spænskunni, að sleppa því að bera fram H-in. Tekin voru nokkur orð sem dæmi : Hilda, Honduras og eftir síðasta dæmið þá segir ein bekkjarsystir mín : Hvað þýðir það? (come on!) Vandræðasvipnum á kennaranum gleymi ég ekki í bráð.
Smá kennarasleikjuháttur: Árni Hermanns og Tommi Bergs (kennarar við Verzló) eru hreint og beint snillingar og þá á að taka í dýrðlinga-tölu. Vei þeim sem fattar ekki húmorinn þeirra!
22:25// sigga |
#
29.8.00
she's back!Bleika gellan (já gellan, beibið, pæja whatever...) hefur upp raust sína að nýju. Skólinn byrjaður og vinnurnar líka! Eins og í dag t.d. fór ég í skólann og í korterinu, hádeginu og eftir skóla vann ég í bókamarkaðnum (þið leiðinlega fólk sem gátuð ekki verið búin að koma með gömlu bækurnar ykkar fyrir fyrsta skóladaginn, shame on you!), náttúrulega allt brjálað að gera og síðan var neyðarkall frá norðursk..bókasafninu um að vinna í kvöld. Síðan kl 20 er GB-æfing. Þetta er allt of strembinn fyrsti skóladagur, fór út kl hálf-níu og kem heim kl hálf-ellefu eða ellefu, fer eftir því hvort menn verði í stuði! Já ég er löt. Ég segi bara eins og mein Schwein-komrad Geir : leti er list (það hljómaði allavega e-ð á þessa leið) mikið er maður fljótur að gleyma. Ég var akkúrat að tala við hann litla frænda minn, Gabríel Gauta, í símann og spurði hann hvað hann hefði verið að gera í leikskólanum í dag. Væntanlega hefur hann þá hugsað: "Damn, that stupid question again, what do you think I did in playschool? (ókei ekki á ensku)" en svaraði: leika mér (með svona tón þið vitið). Ég man allavega að ég þoldi ekki fólk sem spurði spurninga eins og : Er ekki gaman í skólanum? hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? blablablabla. Ég er orðin ein af þessum hálfvitum.
19:57// sigga |
#
16.8.00
Eftir skrif/umræður undanfarnar vikur hef ég ákveðið að draga mig í hlé í óákveðinn tíma. Nenni ekki að eyða orku í að afsaka það sem ég skrifa og get ekki hunsað sum skotin sem ég fæ.If you can't stand the heat get out of the kitchen. Ég er farin í frí
09:32// sigga |
#
SnoppufríðÞað er greinilegt að það er ekki sama Jón eða séra Jón. Ég skrifaði um Djúpu laugina hérna fyrir nokkrum dögum og kommentaði á keppendur þar. M.a. nefndi ég hvað mér hefði fundist þessi Rakel ljóshærð. Ég var varla búin að ýta á publish takkann áður en hinir meðlimir Nagportalsins fóru að taka upp hanskann fyrir hana. Við Geir ræddum þetta í þaula og komumst að ég held að þeirri niðurstöðu að fólk hefur mismunandi skoðanir á hinum ýmsu mönnum og málefnum og það sé í lagi. Núna er Hulk hinn ógurlegi að velta því fyrir sér af hverju ég hafi verið að skjóta á Rakeli og dregur þá ályktun að það sé af því ég sé einfaldlega á móti fallegu kvenfólki vegna þess að ég sé e-ð greppitrýni. Hulk skorar einnig á mig að birta myndir af mér, nóg er af þeim á síðunni hans Ágústar.Aftur að Djúpu lauginni: Þið félagarnir rædduð fyrr í sumar um e-a stúlku sem kom fram í þættinum og var umræðan eitthvað á þá leið að stjórnendur hans hefðu nú átt að finna e-a sæta en ekki svona ljóta herfu. Af hverju má ég ekki sem kvenmaður, ljótur eða ekki, gagnrýna kynsystur mína fyrir gáfnafar þegar þið sem karlmenn, gáfaðir og ekki, megið gagnrýna aðra kynsystur mína fyrir ó-fríðleik? Síðan man ég ekki betur en beib vikunnar hjá mér fyrir nokkru hafi verið glæsikvendið Thandie Newton sem mér finnst gullfalleg þrátt fyrir að ég viti ekki rassgat um hennar gáfnafar. Look before you leap Hulk!
09:14// sigga |
#
15.8.00
Vil bara benda á glæsilegan árangur minn í babe-testinu í dag!
09:38// sigga |
#
Draumfarir ekki sléttar Þótt ótrúlegt megi virðast hefur mig dreymt hverja martröðina á fætur annarri þessar fáu nætur í nýja rúminu mínu. Fyrst dreymdi mig að ég væri að snúa andsetinn kött úr hálsliðnum því hann var að reyna að drepa mig, síðan dreymdi mig að ég færi í sund og meðan ég var í sturtu (þetta voru svona klefar eins og þegar maður fer í ljós nema í stað ljósabekkjar var sturtuklefi) voru alltaf einhverjir að koma inn og reyna að ræna mig, síðan þegar ég var búin að berja nokkra í hausinn þá voru allir sem ég fór með í sund farnir og ég ein eftir bíllaus og allslaus. Í nótt dreymdi mig svo að ég væri í bíl sem hann Þórir vinur minn var að keyra og hann var að leika sér að klessa á nærliggjandi bíla og ljósastaura og fólkið í kring gerði ekki annað en að hlæja og benda. Er ég að tapa glórunni? Ég er að spá í að taka eins og eina andvökunótt bráðum, þetta gengur ekki lengur.
09:21// sigga |
#
14.8.00
09:18// sigga |
#
kvenrembubloggÉg skellti mér í bíó í gær á myndina Keeping the faith. Það væri ekki frásögufærandi nema hvað að ég fór í sjoppuna og ákvað þar sem ég var ekki ein að kaupa bara einn stóran popp og stóra kók, það var svona tilboð í gangi. Síðan þegar þetta er komið á borðið fyrir framan mig og ég er að borga, segir maðurinn við hliðina á mér : "ætlarðu að borða þetta allt? Hvers konar komment er það? Só vott ef mig hefði nú langað í mikið popp og mikið kók? Málið er bara að honum hefði ekki fundist þetta skrýtið ef ég hefði verið strákur, ég sé þá oft kaupa sér þetta í bíó. En af því ég er kvenmaður á ég þá sjálfkrafa að borða lítið? Mér varð strax hugsað til lífsstykkjanna sem konur voru að troða sér í hérna fyrr á öldum og sveltu sig svo vikum skipti til þess eins og komast í...Síðan veltum við fyrir okkur af hverju anorexía verður sífellt algengari hjá stúlkum nú á dögum...
08:28// sigga |
#
11.8.00
bye bye bed! Loksins er ég búin að fá nýtt rúm! Yndislegt amrískt Queen size rúm! Nú get ég hætt að vakna öll undin og snúin og í keng! Ágúst, ég veit að þetta útlit gengur ekki í Netscape, I'm working on it OK
15:13// sigga |
#
skin deep Ég horfði í fyrsta sinn á Djúpu laugina í gær og ég hef sjaldan séð jafn marga aula á sama stað. Sá eini sem var með e-u viti var Rómeó (hét hann ekki Þröstur?) en Verzlunarmanna-Helgi og Snjókallinn voru sorglegir. Greindin geislaði nú heldur ekkert af henni Rakel / Þyrnirós en ég að þátturinn hefði sennilega ekkert skemmtanagildi ef þetta væri allt fólk sem væri ekki til í að gera grín að sjálfum sér og öðrum í beinni. Það er einn maður sem ég myndi vilja sjá keppa þarna, Stefán Pálsson. Ég held að hann yrði til þess að lyfta þættinum örlítið upp og plús, Stefán Pálsson er fyndinn.
12:07// sigga |
#
10.8.00
Af hverju gefst Naggurinn alltaf upp á síðunni minni? ég hef ekki breytt neinu? Óli, ef þú ert heima sofandi, nennirðu að senda mér sms?
15:47// sigga |
#
Allir að fara í blóðbankann að gefa blóð asap!
13:53// sigga |
#
9.8.00
15:30// sigga |
#
DótMér leiðist alveg hrikalega í vinnunni og eyði tímanum í að finna svona dót: Aðeins meira um Harry Potter (fyndið) - svona langar mig í - mæli með þessu fyrir benidorm-farana (sérstaklega PinkLady) - oj bara
15:00// sigga |
#
8.8.00
Truth about cats and dogs Ég var að horfa á áðurnefnda mynd og fór að velta einu fyrir mér, umbúðir vs. innihald. Það verður bara að viðurkennast að ég er engin Jenna Jameson, ég er meira svona karakter-manneskja. Fólk verður að kynnast mér ágætlega til þess að ná að fatta mig. Áður en ég kynntist kærastanum mínum var mitt hlutskipti í þessum karla-málum yfirleitt að vera "vinkonan" eða þessi indæla stelpa sem var alltaf til staðar og til í að hlusta. Þetta fór náttúrulega ógeðslega í taugarnar á mér að sjá strákana sem ég var að spá í slefandi á eftir heimskum (and I mean stuuuupid) gelgjum með litað ljóst hár og koma svo til mín til þess að fá e-r ráð varðandi þær. Og þar sem meirihluti íslenskra bloggara eru karlmenn langar mig að fá álit þeirra á þessu: Eru það virkilega umbúðirnar sem skipta svona rosalegu máli eða nenniði að bíða í korter til þess að komast að því hvort stelpan getur haldið uppi almennilegum samræðum? Þetta er ekki e-ð svona rauðsokku-dæmi, mig langar bara að heyra álit ykkar karlanna á þessu og ég vil helst fá alvöru viðbrögð, ekki útúrsnúning. takk.
18:46// sigga |
#
7.8.00
MatareitrunÞá er Verzlunarmannahelgin búin og sumarið eiginlega líka finnst mér. Núna fer að kólna og dimma og skólinn byrjar í þessum mánuði. Ég skrapp í sumarbústað í Úthlíð yfir helgina og skemmti mér bara hreint ágætlega. Fékk meira að segja sól á sunnudag. Það eina sem skemmdi fyrir mér var e-r ógeðs hamborgari í Eden. Sumsé, ég fékk í magann ca. 10 mín eftir að hafa borðað og líður ömurlega núna! No details.
21:24// sigga |
#
4.8.00
Ég er loksins búin að fá kærastann á Netið. Húrra fyrir honum!
23:29// sigga |
#
The litttle things Það þarf ekki mikið til að gleðja mig, ég var að kaupa mér sokka og þið vitið að það stendur yfirleitt 36-40 (one size fits all crap!) á miðanum og þar sem ég er með litla fætur er ég yfirleitt með hælinn e-s staðar uppá kálfa en vitiði hvað, nýju sokkarnir passa! Hællinn á réttum stað og allt! :) Ég ætla alltaf að kaupa mér sokka í TopShop
14:56// sigga |
#
Þeir sletta skyrinu sem...Ég þoli það að þegar fólk er á móti skoðunum mínum og svarar þeim málefnalega en þegar ég er kölluð tölvulufsa og málfundafélagsnörd og veggjalús í grunnskóla án þess að viðkomandi hafi nokkuð fyrir sér í málinu þá sárnar mér. Þetta var eingöngu mál þeirra Gústa og hafði ég ekki blandað mér inn í þetta. En þegar að mér er vegið, svara ég fyrir mig.Hér er mitt svar (málefnalegt að sjálfsögðu): Ég held að Skrattinn hafi ekki typpi.Hér með er þessari umræðu lokið af minni hálfu. Ég legg einnig til að menn fari að snúa sér að skemmtilegri málum. T.d. hvað á að gera um Verzlunarmannahelgina?
09:06// sigga |
#
3.8.00
bíbíbíbíp Hafið þið e-n tímann lent í því að vekjaraklukkan ykkar hringir á óguðlegum tíma, þið gripið í klukkuna, sett hana upp að eyranu og hrópað stanslaust "Halló?! Halló??" Það var að rifjast upp fyrir mér að svona vaknaði ég í morgun. Þetta er reyndar ekki svo undarlegt miðað við mig, yfirleitt vakna ég ekki almennilega fyrr en svona um 10-11 leytið þannig að á veturna tek ég skóladótið mitt til sofandi. Einu sinni tókst mér að sjá e-ð líkt með fjarstýringunni að græjunum mínum og vasareikninum mínum. Needless to say stakk ég fjarstýringunni í skólatöskuna. Þið getið ímyndað ykkur svipinn á mér þegar ég loksins þurfti á "vasareikninum" að halda.
14:59// sigga |
#
GrænlandÉg bara varð að deila með ykkur high-lighti dagsins í gær! Ég var í rólegheitunum að bíða eftir strætó á Lækjartorgi í gær. Þá koma 2 ca. 15 ára gelgjur og fara að bíða við hliðina á mér, þannig að ég gat ekki ekki hlustað á samræður þeirra. Umræðan var eitthvað á þá leið að þær væru svo hvítar að þær yrðu að fara að drífa sig í ljós. (NB þær voru báðar brúnni en ég) Önnur lýsti því yfir að hún væri svo hvít að hún gæti þess vegna verið Grænlendingur (ég einmitt kipptist við og fór að hlusta ennþá meir!), og hin hváði "Af hverju Grænlendingur!?" Hin svaraði að bragði: "Nú þeir eru svo hvítir, það skín aldrei sól þarna, döh!!" Ég held að heilinn í þessum yngismeyjum megi ekki við fleiri ljósatímum. En mig langaði virkilega til þess að skellihlæja og átti mjög bágt með mig! Jæja, ég neyðist til þess að éta ofan í mig orð mín um "úpps óléttu"-pistil Péturs eftir frásögn Tómasar. Ég persónulega hélt að svona gerðist bara í lélegum B-myndum frá Hollywood. En pointið með þessum pistli mínum var samt að konur væru ekki e-s konar "must-get-pregnant-before-thirty" fólk sem svifist einskis í þessum efnum. Það eru alltaf til tvær hliðar á flestum málum. Talandi um fleiri hliðar á málunum. Geir, ég tók þessu nú frekar sem djóki heldur en e-i alvöru. Þannig að ef þú meintir þetta þá bara biðst ég afsökunar á háðsglósunum.
10:03// sigga |
#
2.8.00
Til hamingju Eva og Björgvin með nýju íbúðina! Vildi að ég væri í sömu sporum...
17:04// sigga |
#
No titleDatt niður á fyndna síðu um StarWars, hey dude! Annars er Harry Potter part IV það eina sem kemst að núna
12:50// sigga |
#
1.8.00
Ég sé ljósiðTakk Geir.Að við skulum ekki hafa áttað okkur á þessu fyrr. Þú hefur leyst allan þann vanda sem við konur höfum verið að basla með í gegnum aldirnar. We salute you
10:04// sigga |
#
|