31.10.00
svar við spurningu dagsins: Eru þeir ekki í Venezúela?
Annars er ég að stelast til þess að blogga. Undanfarnar vikur hefur svefn verið af skornum skammti en prófa og verkefnagleði kennara með endemum. Síðan komu mamma og pabbi heim frá London í gærkvöldi og ég þurfti að sækja þau. Á textavarpinu stendur estimated time of arrival: 23:20. Flott er, ég legg af stað um hálf-ellefu. Síðan þegar ég kem suðreftir, var búið að seinka fluginu um klukkutíma. Síðan tekur náttúrulega sinn tíma að komast í gegnum tollinn og fríhöfnina og töskudótið þannig að þau voru ekki komim út fyrr en ca. um eittleytið. síðan átti eftir að keyra heim (ég er gömul kona með hatt í umferðinni, hlægiði bara!) og svo náttúrulega svona heimkomuspjall og gjafir teknar upp úr töskum. Klukkan þrjú gat ég síðan loksins farið að lesa undir söguprófið sem var í dag. Þið getið ímyndað ykkur hversu fersk ég var og var stanslaust að dotta ofan í bókina. Þannig að ég svaf frekar lítið og var eins og draugur þegar ég mætti í skólann í morgun og algerlega ólesin í Iðnbyltingunni. Ég fór því til námsráðgjafans eftir fyrsta tíma og útskýrði mitt mál, ég myndi einfaldlega sofna í tímum ef ég væri hérna lengur. Þannig að ég fæ núll í þessu söguprófi og e-a skemmtilega punkta í kladdann! En mikið var gott að sofa í dag :)
22:09// sigga |
#
28.10.00
gargandi schnilld!Mikið elska ég Skjáinn á föstudögum og laugardögum. Þættir eins og Charmed, Will and Grace, Two guys... og Malcolm in the middle. Maður biður ekki um mikið meira. Fannst sérstaklega fyndið þegar svona pop-quiz í Malcolm var: hver er höfuðborg Íslands!
23:27// sigga |
#
skúbb Óstaðfestar fregnir herma að háttvirtur Málfundafélagsformaðurinn hafi látið áfengi inn fyrir sínar varir í gærkvöld í sukkferð til Vestmannaeyja....Verður Ágúst orðinn alki á sunnudagseftirmiðdegi? En guð minn góður. Þórir og Ágúst báðir á fylleríi í Vestmannaeyjum. Svona lítið byggðarlag þolir þetta ekki!
16:59// sigga |
#
morgunblogg Nýr dagur risinn og vansvefta ég mætt í vinnuna. Mér finnst nú hálf ergilegt að geta ekki nýtt mér það að mamma mín og pabbi séu úti í Lundúnaborg alla helgina, bara verið í vinnunni og lært. Ennþá ergilegra er að fá engin viðbrögð við svari mínu við spurningu dagsins...
11:16// sigga |
#
villt gisk: Huddersfield Town?
03:12// sigga |
#
vondég var soldið vond við hann Sigga greyið. Hann gleymdi að logga sig út úr bloggernum og ég tók mér bara bessaleyfi og bloggaði soldið fyrir hann. Ég held meira að segja að hann hafi ekki enn tekið eftir þessu. Ég vona bara að hann sé upptekin við rekstur Sambúðar svo að ég fái meira fyrir minn snúð í vor, ég er nefnilega búin að standa mig helv.. vel í fjáröfluninni og er næstum því komin með ferðina alveg en það fer að sjálfsögðu eftir því hversu mikið við fáum út úr Sambúð.
02:02// sigga |
#
þreytaNú er klukkan orðin alltof margt og ég orðin alveg úrvinda af þreytu. Var að segja bless við Óla en hann fer í vinnuna á þessum tíma. Það er undarlegt þegar annar aðilinn í sambandi er algerlega búinn að snúa sólarhringnum við. Við fórum í bíó á miðvikudaginn og fyrir hann var það eins og að fara í bíó ca. klukkan 10 um morguninn þar sem hann var nývaknaður en ég var orðin þreytt og hlakkaði bara til þess að komast heim til mín að sofa. Kannski ég ætti bara að skella mér uppí rúm núna, vinna á morgun og svoleiðis.
01:56// sigga |
#
26.10.00
14:01// sigga |
#
hár Ég trúi ekki að Tóti Rokk sé orðinn stutthærður. Þetta samsvarar ekki ímyndinni, svei mér þá.
13:59// sigga |
#
23.10.00
munntójbjakk! Er tóbak ekki tóbak? Nú hætti ég mér inn á óvinasvæði hérna í karlaveldinu! Að mínu mati er tóbak, hvort sem það fer í munn eða nef, bara hreinn og beinn viðbjóður. Mér finnst nú samt fyndnast þegar menn sem eru á móti reykingum taki svo upp hanskann fyrir munn- og nefsorann. Að kalla það sjálfsögð mannréttindi að fá að taka í nefið eða í vör en þegar "vesalings" reykingamennirnir púa reyknum framan í aðra þá eru þeir dónar. Mér finnst persónulega að reykingamenn séu ekki nærri eins subbulegir og þessir nef og munn menn/konur. Núna fæ ég væntanlega e-n póst frá Geirag og fleiri munntóbaksunnendum en ég held mig við þá skoðun að þetta sé ójbjakk og bara gamlir kallar með rauða tóbaksklúta megi nota þennan rudda (sökum aldurs og reynsluleysis!)
13:13// sigga |
#
19.10.00
HeilsubresturHann stórvinur minn og liðsfélagi, Greinar, slysaðist til þess að ökklabrjóta sig fyrr í dag við iðkun á þeirri stórhættulegu íþrótt, bandí. Greinar, fyrirgefðu að ég fékk stílabókina þína lánaða (takk btw) og vonandi líður þér ekki of illa eftir aðgerðina. Hérna er linkur til heiðurs sjúklingnum.
18:43// sigga |
#
OrðasennurHvað er eiginlega á seyði hérna í bloggheimum? Það er e-ð á seyði milli Arnarsar og skrattans og síðan eru Óli Njáll og ÁrniG komnir inn í þetta líka og jafnvel Tómash. Whatever, ég hef aðra hluti til þess að pirra mig yfir. Ég fór í goðafræðipróf í vikunni og taldi mér hafa gengið bara nokkuð vel en ónei, kennarinn skilaði okkur prófunum í dag og einkunin 8,7! Þetta er alveg fáránlegt þar sem ég kann þetta dót upp á allavega 9,7! Merkilega skemmtilegt þegar kennurum er svona greinilega illa við mann. Það var nefnilega farið ótrúlega strangt yfir prófið mitt á meðan fólkið í kringum mig var að fá stig fyrir viðleitni! Hann hækkaði mig síðan upp um 2 stig með semingi þannig að ég fékk 9,3 en ég er samt fúl!
17:02// sigga |
#
13.10.00
Blak, blak og aftur blak! Ég vil endilega fagna með sam-bloggurum mínum núna. Blakmót kvenna í Verzló var að klárast (fyrri hluti þess allavega) og af þeim 5 leikjum sem 6-B (bekkurinn minn) spilaði unnum við 3! Ég er einmitt liðsmaður þessa stórgóða blakliðs. Húrra fyrir okkur og bú á þau skítseiði sem eru með okkur í bekk og komu ekki einu sinni og kíktu á okkur! Aftur á móti fá Ágúst og Siggi Sambó prik í kladdann hjá okkur fyrir stuðninginn!
19:19// sigga |
#
12.10.00
20:39// sigga |
#
Líffræði Núna stendur yfir önnur af tveim yndislegum skyndiprófatörnum í Verzló. Hin er í lok febrúar. Ég er því búin að standa á haus, bókstaflega, í ca. 2 vikur. Ekki nóg með að fara í öll þessi próf og vinna heldur á meirihluti fjölskyldunnar minnar og Óla Njáls afmæli á þessu tímabili (lok sept fram í miðjan okt). Í gær var einmitt líffræði próf og ég er ekki frá því að mér hafi bara gengið helvíti vel á því prófi. Annars tókst mér að sofa af mér tvöfaldan líffræðitíma í dag. Ekki misskilja mig, ég mætti en gat bara ekki haldið mér vakandi þannig að ég steinsofnaði fram á borðið. Við vorum þannig tvö sem eyddum tímanum steinsofandi en ég er heppin því ég sit í svokölluðu gimpahorni, aftast til vinstri, þannig að kennarinn getur ekki séð mig fyrir 3 manneskjum sem sitja á borðinu fyrir framan. Einar Óli, bekkjarfélagi minn, er aftur á móti svo óheppinn að sitja á fremsta borði. Grey Einar. Ég kenni saltímanum, sem er á undan líffræðinni, um þessa þreytu. Venjulega er hægt að sofa þar í þægilegum sætum í myrkri (bíósýning) en núna var kynning á STRONG-testinu, e-s konar áhugasviðspróf. Námsráðgjafarnir sem sáu um kynninguna eyddu jafn miklum tíma í að vekja þá sem sváfu og í að kynna prófið. Þannig að þeir geta bara sjálfum sér um kennt. btw, Baldur, áttu nokkuð frænda sem heitir Haddi (Hallgrímur?) og býr í Þorlákshöfn?
20:09// sigga |
#
My-so-called-lifeMerkilegt hvað þessir bloggarar læðast upp að manni hvar og hvenær sem er. Ekki nóg með að betri helmingurinn bloggi og félagar og kunningjar heldur eru kaupmennirnir mínir farnir að blogga og núna áðan þegar ég var nýmætt í vinnuna og var að lesa blogg læðist hann Baldur inn á safnið! Merkilegt!
19:48// sigga |
#
11.10.00
1984 Nei heyrðu nú Sigurður. Hvernig er þetta með fyrirsögnina hjá þér, Impact letur og svona litlir kassar .: fyrir framan og aftan? E-ð kannast ég nú við þetta. Nei,nei ég er nú bara að djóka aðeins í þér. ég held áfram að verzla í heimabyggð. Er samt að hugsa um að taka nfvi.is logoið af síðunni, ætli mér yrði sparkað úr Málfó fyrir að vera með áróður gegn nemendafélaginu? Því eins og við vitum fylgist Stóri bróðir alltaf með okkur!
20:04// sigga |
#
merkilegtHvernig stendur á því að kaupmennirnir mínir á horninu, Siggi og Biggi, eru ekki með link á mig á síðunum sínum? ég sem verzla oft hjá þeim í viku og fer aldrei út í bláu/gulu sjoppu? Svo finnst mér grunsamlegt hvað slóðin á sigga er lík minni, siggiari.tripod.com...hmm? á að nappa Bílheima-hópnum mínum? Ég held ég fari bara að verzla við verkfræðinema, hjá honum Tómasi?
19:51// sigga |
#
7.10.00
btw þá er ég ekki rasisti, mér finnst bara að fólk eigi að vera það sjálft og stolt af því. Ef ég væri svertingi/asíubúi/mh-ingur þá væri ég bara stolt af uppruna mínum og væri ekki að reyna líkjast e-m yfirstéttar Breta til dæmis.
16:46// sigga |
#
fíbbl Hversu leiðinlegt er að heyra orðin "gott chill" og "feitt flipp" aftur og aftur og aftur? Ég er einum míkrósentimeter frá því að skjóta þessa gaura fyrir framan mig! Oh, og líka orðið "diss". Hvenær fattar fólk að það er ekki svart og verður það aldrei??? Að reyna að líkjast svörtu fólki úr fátækrahverfum Bandaríkjanna, hvað er málið? Í stað þess að haga sér eins og miðstéttar Íslendingurinn sem það er. Hvernig væri að horfast í augu við það að Ísland er bara ágætis velferðarríki og það er ekkert að því. Bráðum verður ólæsi örugglega komið í tísku!
16:44// sigga |
#
Víííí! ég er númer 14 ár powerblogger listanum!!! vívívíví
13:26// sigga |
#
BrjóstÉg var að lesa grein á salon.com um brjóstagjöf (þ.e.a.s. um álit fólks á henni) og ég vona hreinlega að þetta viðhorf sé einungis bundið við USA eða BNA eins og Textavarpið vill endilega skammstafa þetta. Ég get ekki séð hvað er svona óviðeigandi við móður sem er að gefa barninu sínu brjóst hvort sem það er í heimahúsi eða á veitingastað. Það er ekki hægt að skipuleggja nákvæmlega hvenær börn verða svöng eða óróleg fyrstu mánuðina. Þetta er eðlilegasti hlutur í heimi og þær konur sem ég hef séð gefa brjóst eru ekki beint topless heldur rétt sést í brjóstið, ósköp saklaust. Enn eitt dæmi þess hve úrkynjað land Bandaríkin eru orðin.
12:00// sigga |
#
BTW til hamingju með daginn í gær Óli Njáll (og þú verður að fara í dag að skipta buxunum, annars....)
11:40// sigga |
#
The Girl from Ipanema Mikið leiðist mér ofsalega þegar fólk er heimskt! Af hverju get ég ekki bara stjórnað öllu í kringum mig, fólk þar meðtalið, þannig að allt gangi bara fínt og flott? Ég held ég yrði súper stjórnandi. Núna einmitt er ég í annarri vinnunni minni en hefði í raun átt að vera í þeim báðum núna. En af því ég gerði manneskju greiða með því að vinna fyrir hana seinasta laugardag (NB hún sagði: "geturðu unnið fyrir mig?" ekki "viltu skipta við mig?") Þannig að ég hélt að ég fengi bara auka laugardag útborgaðan, allt í þessu fína frá Kína! En ónei, þegar ég svo mæti í morgun er þá manneskjan ekki bara mætt! Síðan um daginn þegar vinur vors og blóma Gústus var veikur í 2 daga þá var algjört neyðarástand þegar ég gat ekki unnið fyrir hann. Allir aðrir voru að fara í próf eða e-ð slíkt. Só vottt, segi ég nú bara! Þessi vinna krefst nú ekki rosalegrar athygli alla 4 fjóra tímana sem maður er þarna! Allavega þegar ég leysti manninn af á mánudegi þá las ég fyrir sögunaglann sem ég átti að fara í daginn eftir. Svo hafiði það heimska fólk, ef þú ert í vinnu þá mætirðu!
11:38// sigga |
#
5.10.00
Ívar? af hverju settirðu myndir af Ted Danson og Whoopi Goldberg þegar þú varst að tala um Tom Selleck og Opruh Winfrey?
22:11// sigga |
#
MuuuuuuHérna er snilldar lokaverkefnið mitt í upplýsingafræði í fyrra. Ég er svo stolt af þessari síðu. Hún Huppa mín yrði nú stolt ef hún sæi þetta!
22:08// sigga |
#
LæknabloggÉg geng því miður ekki alveg heil til skógar um þessar mundir. Svimi og almennur slappleiki hrjáir mig og ég satt að segja veit ekki baun hvað er í gangi. Greining? Ég fór til læknis í gær og hún vildi meina að ég væri bara að sofa of lítið og gera allt of mikið í einu. Ég hef nú oft haft meira að gera án þess að þessi einkenni komi fram. Mér dettur nú frekar í hug járnskortur eða e-ð slíkt. Síðan sendi hún mig í blóðrannsókn í morgun og ég, músahjartað, bað konuna sem átti að taka úr mér blóð að nota e-a voða litla sprautu því stórar sprautur fara svo hrikalega í mig. Þannig að ég fékk e-ð svona barnatrix, með litlu plastfiðrildi þar sem nálin er og e-r plastslanga í staðinn fyrir þessa hefðbundnu sprautu. Ég ætla alltaf að biðja um svona þegar tekið verður úr mér blóð í framtíðinni. (þ.e. hálf scary hvað orðið blóð kemur oft fyrir í þessari færslu!)
17:14// sigga |
#
Til hamingju með afmælið í gær Hjalti og síðan er spurning dagsins: Hver á afmæli á morgun?
17:07// sigga |
#
Enn af Harry PotterMér hefur oft orðið tíðrætt um þennan Harry Potter. Þess vegna fannst mér óendanlega fyndið að sjá vin minn og liðsfélaga Einar á vefnum reykjavik.com og með undirfyrirsögninni Harry Potter. Sjáið þið svipinn? Myndin er einmitt tekin á busaballi verzló. Til hamingju Einar, you've got your fifteen minutes of fame!
17:03// sigga |
#
2.10.00
langar á videó-leiguna að taka Notting Hill Þá er maður loksins búinn að ná sér að fullu eftir atburðaríkustu helgi sem ég hef lent í lengi. Í fyrsta lagi var VÍ-mr dagurinn á föstudag og ég á fullu allan daginn og datt svo út af klukkan hálf-tólf. fór svo að vinna daginn eftir, eftir klukkan 5 var shopping spree og síðan var kvöldmaturinn eldaður (OK, ég hjálpaði Óla að leggja á borðið/horfði á charmed) og loks var djamm hjá Klöru. Þetta var allt saman greinilega of mikið fyrir hænuhausinn mig og um ca. eittleytið á aðfaranótt sunnudags var ég komin heim til mín, hálf rænulaus og heilsulaus. Ætlaði samt alveg pottþétt í svína-partýið en það er svona þegar öl er haft um hönd. Hann Bendt stórvinur minn frá Krít (þ.e. hann var með mér úti á Krít, hann er ekki Krítverji :) var einmitt hjá Klöru á laugardagskvöld og hann tjáði mér að á allra næstu dögum myndi hann fara að blogga. Þ.e. náttúrulega ekkert nema snigld. Viva Bendt! Bróðir hans, Brynjar sem ég kalla reyndar alltaf líka Bendt, er einmitt með mér í málfundafélaginu og er eins og bróðir sinn alveg gull af manni. Hæ Brynjar. Nú held ég að mér sé hollast að fara að læra undir þetta blessaða sögupróf!
Takk Bragi fyrir uppástunguna, er samt búin að ákveða að föt séu betri en bækur
21:51// sigga |
#
|