FordómarÉg er í vinnunni núna og meðal þess sem ég þarf að gera, er að ganga í stofur og slökkva ljósin, loka gluggum og slökkva á tölvum og slíkt. Það fer alveg í mínar fínustu taugar þegar ég er spurð hvort ég sé að skúra hérna og síðan í öðru lagi hvort ég fái borgað fyrir þetta?? Come on, lít ég virkilega út fyrir að vera skúringakelling (sem ég var nb. í 4. bekk) og lít ég virkilega út fyrir að vera svo heimsk að gera þetta í sjálfboðavinnu?
Fordómarnir eru að sjálfsögðu mín megin því ég vil ekki vera flokkuð með skúringakonunum hérna í skólanum! Sömuleiðis vil ég ekki vera álitin smákrakki. Í gærkvöldi fór ég í sund og framvísaði sundkortinu mínu."Ertu fullorðin?" hreytti afgreiðslukonan í mig samstundis."Já" svaraði ég með alveg sama hroka og setti upp minn besta hneykslunarsvip! Hvaða máli skipti það hvort ég sé orðin fullorðin eða ekki, þegar ég framvísa fullorðins korti?
Úff, hvað manneskjan við hliðina á mér er með hrikalega mikið ilmvatn á sér